Skilmálar

SKILAFRESTUR
Almennur skilafrestur vöru er 30 dagar en gerð er krafa um framvísun á kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta s.s. greiðslukortayfirliti.

Vara sem sannarlega telst gölluð er ávallt hægt að skila í verslun gegn kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta s.s. greiðslukortayfirliti.

Verðmæti skilavöru miðast við verð vörunnar skv. greiðslustaðfestingu. Ef staðfesting er ekki til staðar miðast verðið við verð vörunnar í verslun við skil.

SENDINGARKOSTNAÐUR
Frítt innan Íslands á pósthús eða í póstbox fyrir pantanir hærri en 8.000 kr. Fyrir minni pantanir er sendingargjald 1000 kr. Pantanir sem berast erlendis frá, bera flutningskostnað skv. gjaldskrá fyrir erlendar sendingar. Sjá Terms & Conditions á enska hluta síðunnar.

VERÐ
Verð á íslenskum hluta vefverslunarinnar eru í íslenskum krónum (ISK) og með 24% virðisaukaskatti. Moi-kidz áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust.

INNEIGNARNÓTUR
Við vöruskil á viðskiptavinur rétt á að fá inneignarnótu sé vöru ekki skipt í aðra vöru í stað þeirrar sem skilað er. Sé vara gölluð getur viðskiptavinur fengið endugreitt með greiðslu inn á kort. Eins getur viðskiptavinur valið um að fá nýja vöru og eða inneignarnótu.

ÚTSÖLUVÖRUR
Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu nema ef að um gallaða vöru sé að ræða. Sé varan gölluð er verðmæti skilavöru miðað við verð vörunnar skv. greiðslustaðfestingu. Ef staðfesting er ekki til staðar miðast verðið við verð vörunnar í verslun við skil.

GREIÐSLUR
Vefverslun mói kidz tekur á móti öllum kreditkortum. Greiðslur fara fram á vegum Borgunar ehf og á sértæku öryggissvæði sem er dulkóðað. Viðskiptavinur er færður í öruggt umhverfi þar sem allar upplýsingar eru dulkóðaðar. Eins er hægt að greiða í gegnum Paypal.

AFGREIÐSLA PANTANA
Eftir að vara pöntuð og greidd á moi-kidz.com berst pöntunin til starfsmanns netverslunar. Mun starfsmaðurinn taka til pöntunina innan 2 virkra sólahringa. Varan er send með Íslandspósti innan Íslands en með DHL eða Íslandspósti komi hún utan Íslands. Afgreiðslutími er áætlaður 4-10 virkir dagar innanlands en um 10-21 dagur sé pöntun send erlendis.

Kaupandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun.

ANNAÐ
Moi kidz áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun vegna ýmissa tilfallandi aðstæðna. Þar á þó helst við aðstæður eins og rangar verðupplýsingar, rangar merkingar vöru eða rangrar birgðastöðu.

Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar um nafn, netfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandi að þessar upplýsingar fari í gagnagrunn okkar. Hins vegar ábyrgist moi-kidz að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki látnar þriðja aðila í té.

Ef það vakna einhverjar spurningar þá vinsamlegast hafi samband með tölvupósti á netfangið info@moi-kidz.com

Eigandi mói-kidz er Yrkill ehf, Laugavegi 40, 101 Reykjavík, +354 436 1144.